Styrkir

15.11.2024 Styrkir til þýðinga á íslensku

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; 15. mars og 15. nóvember.

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. 

Auk framangreinds eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni. Styrkirnir eru ákvarðaðir út frá gæðum og umfangi myndskreytinga, auk texta.

Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.

Nánar
 

15.1.2025 Ferðastyrkir höfunda

Umsóknarfrestur er þrisvar á ári; 15. janúar, 15. maí og 15. september. 

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Nánar
 

17.2.2025 Þýðingar á erlend mál

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; 15. febrúar og 15. september. 

Einungis erlendir útgefendur geta sótt um þýðingastyrki á erlend mál. 

Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.

Nánar
 

17.2.2025 Norrænir þýðingastyrkir

Næsti umsóknarfrestur er 17. febrúar 2025 kl. 15:00.

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; febrúar og september.

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar þýðingastyrkjum til þýðinga úr íslensku á norræn mál. Sækja skal um styrk til þýðinga úr norrænu máli í upprunaland verks sem um ræðir. 

Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.

Nánar
 

17.2.2025 Kynningarþýðingar

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; 15. febrúar og 15. september.

Styrkir til þýðinga á sýnishorni úr verki (að hámarki 10 blaðsíður) sem ætlað er að nota í kynningu vegna útgáfu erlendis. 

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.

Nánar
 

15.3.2025 Útgáfustyrkir

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári; 15. mars.

Útgáfustyrkir eru veittir til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka, þar sem kappkostað er að styrkja verk sem hafa menningarlegt og þekkingarfræðilegt gildi. 

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Styrkirnir eru veittir útgefendum. 

Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.

Nánar
 

15.3.2025 Auður, barna- og ungmennabókasjóður

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári; 15. mars.

Styrkir til útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku. Tilgangurinn er að auðga og efla útgáfu vandaðra bóka fyrir yngri lesendur. Sjóðurinn er vistaður hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. 

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.

 

Nánar
 

15.4.2025 Nýræktarstyrkir

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári.

Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við óbirt skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira. Nýræktarstyrkir hafa verið veittir frá árinu 2008. Valið er úr innsendum handritum.

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Nánar
 

1.10.2025 Dvalarstyrkir þýðenda

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári; 1. október. 

Veittir eru styrkir til allt að fjögurra vikna dvalar í gestaíbúðinni í Gunnarshúsi í Reykjavík árið 2025, en þó ekki yfir sumartímann. 

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.

Nánar