Fimm tilnefningar til Maístjörnunnar

Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2017 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi 24. apríl.

Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Jónas Reynir Gunnarsson, Eydís Blöndal, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Ómarsdóttir hlutu tilnefningu

25. apríl, 2018

  • Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Jónas Reynir Gunnarsson, Eydís Blöndal, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Ómarsdóttir. Mynd Ólafur J. Engilbertsson

Tilnefningar:

Bergþóra Snæbjörnsdóttir – Flórída (Benedikt bókaútgáfa)

Elísabet Kristín Jökulsdóttir – Dauðinn í veiðarfæraskúrnum (Viti menn)

Eydís Blöndal – Án tillits (Eydís Blöndal)

Jónas Reynir Gunnarsson – Stór olíuskip (Partus)

Kristín Ómarsdóttir – Kóngulær í sýningargluggum (JPV útgáfa)

Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.

Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2017 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Magnea J. Matthíasdóttir  fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Rannver H. Hannesson fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni 18. maí, á degi ljóðsins.
Verðlaunafé er 350 þúsund krónur.

„Verðlaununum er ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu.“

Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu.


Allar fréttir

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - 17. mars, 2025 Fréttir

Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. 

Nánar

Allar fréttir