Fimm tilnefningar til Maístjörnunnar

Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Jónas Reynir Gunnarsson, Eydís Blöndal, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Ómarsdóttir hlutu tilnefningu

25. apríl, 2018

Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2017 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi 24. apríl.

  • Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Jónas Reynir Gunnarsson, Eydís Blöndal, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Ómarsdóttir. Mynd Ólafur J. Engilbertsson
  • Strákur að lesa
    Strákur að lesa bók

Tilnefningar:

Bergþóra Snæbjörnsdóttir – Flórída (Benedikt bókaútgáfa)

Elísabet Kristín Jökulsdóttir – Dauðinn í veiðarfæraskúrnum (Viti menn)

Eydís Blöndal – Án tillits (Eydís Blöndal)

Jónas Reynir Gunnarsson – Stór olíuskip (Partus)

Kristín Ómarsdóttir – Kóngulær í sýningargluggum (JPV útgáfa)

Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.

Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2017 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Magnea J. Matthíasdóttir  fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Rannver H. Hannesson fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni 18. maí, á degi ljóðsins.
Verðlaunafé er 350 þúsund krónur.

„Verðlaununum er ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu.“

Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu.


Allar fréttir

Íslensku bókmenntaverðlaunin og Blóðdropinn 2024 afhent - 29. janúar, 2025 Fréttir

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum og í beinni útsendingu á RÚV þann 29. janúar síðastliðinn.

Nánar

Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis - 23. janúar, 2025 Fréttir

Til­kynnt hefur verið hvaða tíu bæk­ur eru til­nefnd­ar til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna.

Nánar

Árið 2024 hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 21. janúar, 2025 Fréttir

Árið 2024 var viðburðaríkt hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Styrkir til þýðinga og útgáfu, ferðalög höfunda, bókamessur og flutningar settu svip sinn á árið og við tökum bjartsýn á móti nýju ári með ferskum bókum og spennandi áætlunum um fjölbreytt starf og útbreiðslu íslenskra bókmennta. 

Nánar

Allar fréttir