Heildaryfirlit styrkja á árinu 2015

Á árinu 2015 úthlutaði stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta um 240 styrkjum í átta flokkum og er það töluverð aukning frá fyrra ári. Sótt var um styrki til þýðinga íslenskra bókmennta á 27 tungumál. 

6. janúar, 2016

Á árinu 2015 úthlutaði stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta um 240 styrkjum í átta flokkum og er það töluverð aukning frá fyrra ári. Sótt var um styrki til þýðinga íslenskra bókmennta á 27 tungumál. Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um Nýræktarstyrki Miðstöðvarinnar. 

Sókn íslenskra bókmennta á Norðurlöndum 

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur á undanförnum misserum lagt áherslu á bókmenntakynningu á Norðurlöndunum og var hápunktur þeirrar kynningar  umfangsmikil og vel heppnaðri dagskrá undir yfirskriftinni Raddir frá Íslandi / Röster från Island á Bókamessunni í Gautaborg í september 2015. Kynningarátakið virðist þegar farið að skila árangri sem m.a. má sjá á aukningu styrkumsókna til þýðinga íslenskra bókmennta á norræn mál.


Styrkir til þýðinga á erlend mál aldrei verið fleiri 

Á árinu 2015 voru 90 umsóknir frá erlendum útgefendum til afgreiðslu, þar af 16 til þýðinga á íslenskum verkum á norræn tungumál, sem er aukning frá fyrra ári, en þá voru umsóknir um þýðingar á erlend mál 82 talsins. Til úthlutunar á árinu voru 15.6 milljónir króna auk um 6,6 milljóna króna sem Norræna ráðherranefndin leggur til þýðinga úr íslensku á norræn tungumál. Í heild voru veittir samtals styrkir til 86 þýðinga úr íslensku og hafa styrkir til erlendra þýðinga aldrei verið fleiri.

Metfjöldi umsókna um Nýræktarstyrkina 

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði 2 milljónum króna í Nýræktarstyrki 2015 og barst 51 umsókn um Nýræktarstyrki frá 45 aðilum og það er metfjöldi umsókna. Sex höfundar hlutu styrki að þessu sinni til útgáfu fimm verka. Styrkupphæð var 400.000 kr. og hækkaði um 150.000 milli ára.

Ferðastyrkir höfunda 

40 umsóknir bárust um ferðastyrki á árinu og voru veittir 36 styrkir að upphæð samtals 3.293.000 kr. Svipaður fjöldi umsókna barst á árinu 2014, eða 47 umsóknir og var veittur 41 styrkur. Það ár var rúmlega 40% aukning í umsóknum í þessum flokki milli ára.

Styrkir til útgáfu og þýðinga á íslensku 

Á árinu 2015 bárust 57 umsóknir um útgáfustyrki frá 33 aðilum og nemur heildarupphæðin sem sótt var um 50.5 millj.kr. Úthlutað var 20.6 millj.kr. til 45 útgáfuverkefna. Til samanburðar má geta þess að á árinu 2014 barst 61 umsókn um útgáfustyrki frá 30 aðilum og var þá úthlutað 15 milljónum króna til 31 útgáfuverkefnis, það hefur því orðið svolítil fækkun umsókna í þessum flokki milli ára. Sama gildir um umsóknir til þýðinga á íslensku; árið 2015 var úthlutað rúmlega 13.7 milljónum króna til 33 þýðingaverkefna í tveimur úthlutunum, mars og nóvember en umsóknir voru 41. Til samanburðar voru umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku voru 56 á árinu 2014 og þá var úthlutað 9 milljónum króna til þýðinga á 30 verkum.

 Heildaryfirlit styrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2015 má sjá hér.

 


Allar fréttir

Íslensku bókmenntaverðlaunin og Blóðdropinn 2024 afhent - 29. janúar, 2025 Fréttir

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum og í beinni útsendingu á RÚV þann 29. janúar síðastliðinn.

Nánar

Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis - 23. janúar, 2025 Fréttir

Til­kynnt hefur verið hvaða tíu bæk­ur eru til­nefnd­ar til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna.

Nánar

Árið 2024 hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 21. janúar, 2025 Fréttir

Árið 2024 var viðburðaríkt hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Styrkir til þýðinga og útgáfu, ferðalög höfunda, bókamessur og flutningar settu svip sinn á árið og við tökum bjartsýn á móti nýju ári með ferskum bókum og spennandi áætlunum um fjölbreytt starf og útbreiðslu íslenskra bókmennta. 

Nánar

Allar fréttir