Bókamessan í Gautaborg hefst á fimmtudaginn
Íslensku rithöfundarnir Sjón, Yrsa Sigurðardóttir, Eiríkur Örn Norðdahl, Andri Snær Magnason og Lani Yamamoto koma fram á bókamessunni í ár. Íslenski básinn í Gautaborg er númer C02:01.
Miðstöð íslenskra bókmennta tekur þátt í Bok & bibliotek – Bókamessunni í Gautaborg sem haldin er dagana 25. – 28. september. Bókamessan í Gautaborg á stórafmæli um þessar mundir en þetta verður í 30. skiptið sem messan er haldin og þetta er stærsta bókasýning Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir.

Miðstöð íslenskra bókmennta tekur þátt í Bok & bibliotek – Bókamessunni í Gautaborg sem haldin er dagana 25. – 28. september.
Bókamessan í Gautaborg á stórafmæli um þessar mundir en þetta verður í 30. skiptið sem messan er haldin og þetta er stærsta bókasýning Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir.
Íslenskur sýningarbás á Bókamessunni í Gautaborg er í samstarfi við Íslandsstofu, hann prýða að þessu sinni ljósmyndir Írisar Daggar Einarsdóttur af íslensku höfundum sem tilnefndir eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár auk Sjóns og Yrsu Sigurðardóttur sem taka þátt í bókmenntadagskrá messunnar að þessu sinni. Á íslenska básnum verður meðal annars bókasala á vegum Félags íslenskra bókaútgefenda ásamt kynningu á nýjum þýðingum Íslendingasagnanna á sænsku, dönsku og norsku. Íslenski básinn í Gautaborg er númer C02:01.
Sem hluti af Norðurlandaátaki Miðstöðvar íslenskra bókmennta verður lögð áhersla á sýnileika íslenskra höfunda og bókmennta í dagskrá bókasýningarinnar í Gautaborg í Svíþjóð á næstu þremur árum. Í ár koma íslensku höfundarnir Eiríkur Örn Norðdahl, Yrsa Sigurðardóttir, Andri Snær Magnason, Sjón og Lani Yamamoto fram í bókmenntadagskrá messunnar eins og hér segir:
Föstudagur:
Möt två av de nominerade till Nordiska rådets barnlitteraturpris 2014 – Andri Snær Magnason og Máret Ánne Sara (SAM).
kl. 11:30 - 11:50
Ung Scen, A03:22
En nordisk timme med von Wright, Glaz Serup, Eiríkur Örn Norddahl & Klougart
kl. 14:00 - 15:00
Rum för Poesi, R2
Möt två nominerade till Nordiska rådets barnlitteraturpris 2014 – Lani Yamamoto og Bardur Oskarsson (FÄR).
kl. 15:00 - 15:20
Ung Scen, A03:22
Om det litauiska arvet och den isländska nazismen – Eiríkur Örn Norðdahl
kl. 17:30 - 17:55
Internationella Torgets Lilla Scen, H-hallen
Laugardagur:
Läsningar med Firan, Andri Snær Magnason, Åkesson & Beber
kl. 12:00 - 13:00
Rum för Poesi, R2
Ny generation isländska författare – Andri Snær Magnason og Eiríkur Örn Norðdahl
kl. 14:00 - 14:45
H1
Läsningar med Sjón, Linde, Sângeorzan & Farrokhzad
kl. 14:00 - 15:00
Rum för Poesi, R2
Sunnudagur:
Finns det manliga och kvinnliga sätt att lösa brott? – Yrsa Sigurðardóttir og Ingrid Hedström.
kl. 12:00 - 12:45
H1
Brytningstid på Island - Sjón
kl. 13:00 - 13:45
J1
Att skildra ondskan – Eiríkur Örn Norðdahl
Tími: kl. 14:00 - 14:20
F3
Næstu skref í Norðurlandaátakinu
Vorið 2015 ætlar Miðstöð íslenskra bókmennta að halda bókmenntakynningafundi fyrir norska og finnska útgefendur í samstarfi við sendiráð Íslands í Osló og Helsinki, líkt og gert var fyrir danska og sænska útgefendur í maí síðastliðnum í samstarfi við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi.
Á bókamessunni í Gautaborg í september 2015 verða íslenskar bókmenntir og höfundar í brennidepli í sérstakri dagskrá messunnar sem kallast Raddir frá / Röster från. Í ár eru það Raddir frá Katalóníu sem heyrast á messunni. Af þessu tilefni verður hópi íslenskra rithöfunda boðið að taka þátt í bókmenntadagskrá messunnar að ári, íslenski básinn verður stærri en venjulega auk þess sem ýmsir aðrir íslenskir lista- og menningarviðburðir verða í Gautaborg á messutímanum.