Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2013
Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru tilkynnt í 14. sinn í bókmenntaþættinum Kiljunni 11. desember síðastliðinn. Mánasteinn eftir Sjón þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason.
Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru tilkynnt í 14. sinn í bókmenntaþættinum Kiljunni 11. desember síðastliðinn. Mánasteinn eftir Sjón þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason.
Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru tilkynnt í 14. sinn í bókmenntaþættinum Kiljunni þann 11. desember síðastliðinn. Félag starfsfólks bókaverslana veitir verðlaunin og eru það starfsmenn í bókaverslunum sem versla með bækur allan ársins hring, sem velja bækurnar. Verðlaun voru veitt í níu flokkum frumsaminna og þýddra verka. Á meðal verka sem hlutu verðlaun voru Mánasteinn eftir Sjón sem þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason.
Úrslitin í níu flokkum:
Besta íslenska skáldsagan: |
Besta þýdda skáldsagan: |
||
---|---|---|---|
1. Mánasteinn
|
1. Maður sem heitir Ove
|
||
2. Fiskarnir hafa enga fætur
|
2. Og fjöllin endurómuðu
|
||
3. Stúlka með maga
|
3. Ólæsinginn sem kunni að reikna
|
Besta íslenska táningabókin (13-18): |
Besta þýdda táningabókin (13-18): |
||
---|---|---|---|
1. Tímakistan
|
1. Afbrigði
|
||
2. Draumsverð
|
2. Eldur
|
||
3. Freyju saga - Múrinn
|
3. Lærlingur djöfulsins
|
Besta íslenska barnabókin: |
Besta þýdda barnabókin: |
||
---|---|---|---|
1. Vísindabók Villa
|
1. Amma glæpon
|
||
2. Saga um nótt
|
2. Veiða vind
|
||
3. Stína stórasæng eftir Lani Yamamoto. Útgefandi Crymogea. |
3. Undarlegar uppfinningar Breka og Dreka
|
Besta handbókin / fræðibókin: |
Besta ævisagan: |
||
---|---|---|---|
1. Íslenska teiknibókin
|
1. Sigrún og Friðgeir
|
||
2. Karólína Lárusdóttir
|
2.Við Jóhanna
|
||
3. 66 Handrit úr fórum Árna Magnússonar í ritstjórn Svanhildar Óskarsdóttur.
|
3. Alla mína stelpuspilatíð
|
Besta ljóðabókin: |
|
---|---|
1. Árleysi aldanna eftir Bjarka Karlsson.
|
|
2. Skessukatlar eftir Þorstein frá Hamri.
|
|
3. Ekkert nema strokleður eftir Mazen Maarouf.
|