Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2013

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru tilkynnt í 14. sinn í bókmenntaþættinum Kiljunni 11. desember síðastliðinn. Mánasteinn eftir Sjón þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason.

12. desember, 2013

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru tilkynnt í 14. sinn í bókmenntaþættinum Kiljunni 11. desember síðastliðinn. Mánasteinn eftir Sjón þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason.

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru tilkynnt í 14. sinn í bókmenntaþættinum Kiljunni þann 11. desember síðastliðinn. Félag starfsfólks bókaverslana veitir verðlaunin og eru það starfsmenn í bókaverslunum sem versla með bækur allan ársins hring, sem velja bækurnar. Verðlaun voru veitt í níu flokkum frumsaminna og þýddra verka. Á meðal verka sem hlutu verðlaun voru Mánasteinn eftir Sjón sem þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason.

Úrslitin í níu flokkum:



 

Besta íslenska skáldsagan:

   

Besta þýdda skáldsagan: 

 
   

1. Mánasteinn 
eftir Sjón. 
Útgefandi JPV.  

   

1. Maður sem heitir Ove 
eftir Fredrik Backman. 
Þýðandi Jón Daníelsson. 
Útgefandi Veröld.

 

 2. Fiskarnir hafa enga fætur 
eftir Jón Kalman Stefánsson. 
Útgefandi Bjartur.

 

2. Og fjöllin endurómuðu 
eftir Khaled Hosseini. 
Þýðandi Ísak Harðarson. 
Útgefandi JPV.

 

 3. Stúlka með maga 
eftir Þórunni Erlu- og Valdimarsdóttur. 
Útgefandi JPV.

 

3. Ólæsinginn sem kunni að reikna 
eftir Jonas Jonasson. 
Þýðandi Páll Valsson. Útgefandi JPV.


Besta íslenska táningabókin (13-18):

 

Besta þýdda táningabókin (13-18):

 
 

 1. Tímakistan 
eftir Andra Snæ Magnason. 
Útgefandi Mál og menning.

 

 1. Afbrigði 
eftir Veronicu Roth. 
Þýðandi Magnea J. Matthíasdóttir. 
Útgefandi Bókabeitan.

 

 2. Draumsverð 
eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson. 
Útgefandi Vaka Helgafell.

 

2. Eldur 
eftir Mats Strandberg og Sara B. Elfgren. 
Þýðandi Þórdís Gísladóttir. 
Útgefandi Bjartur. 

 

 3. Freyju saga - Múrinn 
eftir Sif Sigmarsdóttur. 
Útgefandi Mál og menning.

 

3. Lærlingur djöfulsins 
eftir Kenneth Bøgh Andersen. 
Þýðandi Harpa Jónsdóttir. 
Útgefandi Bókabeitan.


Besta íslenska barnabókin:

 

Besta þýdda barnabókin: 

 
 

1. Vísindabók Villa 
eftir Vilhelm Anton Jónsson.
Útgefandi JPV. 

 

1. Amma glæpon 
eftir David Walliams. 
Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 
Útgefandi Bókafélagið / BF-útgáfa.

 

 2. Saga um nótt 
eftir Evu Einarsdóttur og Lóu H. Hjálmtýsdóttur. 
Útgefandi Bókabeitan.

 

 2. Veiða vind 
eftir Rakel Helmsdal. Janus á Húsagarði myndskreytti og Kári Bæk samdi tónlistina sem fylgir með á geisladiski ásamt upplestri Benedikts Erlingssonar á sögunni.
Þórarinn Eldjárn þýddi.

 

 3. Stína stórasæng eftir Lani Yamamoto. Útgefandi Crymogea.

  

3. Undarlegar uppfinningar Breka og Dreka 
eftir Aino Havukainen og Sami Toivonen.
Þýðandi Þórdís Gísladóttir.


Besta handbókin / fræðibókin: 

 

Besta ævisagan:

 
 

1. Íslenska teiknibókin 
eftir Guðbjörgu Kristjánsdóttur.
Útgefandi Crymogea. 
 

 

1. Sigrún og Friðgeir 
eftir Sigrúnu Pálsdóttur.
Útgefandi JPV.

 

 2. Karólína Lárusdóttir 
eftir Aðalstein Ingólfsson. 
Útgefandi JPV.

   

2.Við Jóhanna 
eftir Jónínu Leósdóttur. 
Útgefandi Mál og menning.

3. 66 Handrit úr fórum Árna Magnússonar í ritstjórn Svanhildar Óskarsdóttur. 
Útgefandi Opna.

 

3. Alla mína stelpuspilatíð 
eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur.
Útgefandi Mál og menning.


 Besta ljóðabókin:

 
 

1. Árleysi aldanna eftir Bjarka Karlsson. 
Útgefandi Uppheimar.

 

 2. Skessukatlar eftir Þorstein frá Hamri. 
Útgefandi Mál og menning.

 

 3. Ekkert nema strokleður eftir Mazen Maarouf. 
Útgefandi Dimma.






Allar fréttir

Hátíðarkveðjur! - 19. desember, 2024 Fréttir

Starfsfólk Miðstöðvar íslenskra bókmennta óskar vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs - með von um notalegar bókastundir um hátíðirnar.

Nánar

Styrkir veittir til þýðinga á íslensku - seinni úthlutun ársins 2024 - 11. desember, 2024 Fréttir

Á árinu 2024 bárust samtals 72 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku. Veittir voru 48 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum; 8,8 mkr króna til 27 þýðingaverkefna í fyrri úthlutun ársins og 8,3 mkr til 21 verks í þeirri síðari.

Nánar

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2024 - 27. nóvember, 2024 Fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2024 voru kynntar 27. nóvember í Eddu, húsi íslenskunnar.

Nánar

Allar fréttir