Ást, glæpir, myndmál og menningarheimar á Bókamessunni í Gautaborg 27.-30. september

26. september, 2018

Höfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Jón Kalman Stefánsson og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í mörgum viðburðum á messunni.

  • 22104583_1479407292136037_3521314512421127515_o

Yrsa_1537281838973Líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess á Bókamessunni í Gautaborg og bækur íslenskra höfunda verða kynntar á íslenska  básnum. 

Höfundarnir Jón Kalman Stefánsson, Áslaug Jónsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir koma fram í mörgum viðburðum á messunni sem haldin verður dagana 27. til 30. september. Þar verður fjallað meðal annars um kjarnann í skáldskapnum, glæpasögur, þýðingar og myndskreytingar. 

Jon-kalman-colÁst, glæpir, myndmál og menningarheimar 

Yrsa mun svara fyrir velgengni og uppgang glæpasögunnar í friðsömu landi eins og Íslandi í samtali við Lottu Olsson. Jón Kalman ræðir við þýðandann John Swedenmark um ljóðið sem grundvöll skáldsögunnar og jafnframt fjallar hann um höfundaferil sinn og nýjustu skáldsöguna, Sögu Ástu, við sænska útgefandann sinn, Svante Weyler og leitar svara við spurningunni um lífið og leitina að ást og viðurkenningu í samtali við Stefan Eklund ritstjóra Borås Tidning. Aslaug-jonsd-des04-1_netÁslaug ræðir við Gunnillu Kindstrand blaðamann um sérstöðu og einkenni skandinavísks myndmáls og um arabískar þýðingar Skrímslabókanna og gildi þeirra á öðru menningarsvæði en því norræna, við útgefandann Monu Henning frá Dar Al-Muna. 

Þemu hátíðarinnar í ár eru virðing (respekt), myndir (bild) og miðlun og tjáning (mediafrågor) og í á er glæpasagnahátíðin, Crimetime, í fyrsta sinn hluti af bókamessunni í Gautaborg. 

22135400_1479405822136184_7870211074434027044_o

Íslenski básinn C03:39

Miðstöð íslenskra bókmennta er með bás á messunni í samstarfi við Íslandsstofu og þar eru bækur íslenskra höfunda kynntar og til sölu, þar af margar í sænskum þýðingum, en það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem annast bóksöluna. 

22104796_1479407568802676_8573397511360358394_o

Íslenski básinn er númer C03:39 og hönnun hans er í höndum HAF studioÖllum er velkomið að líta við!

Stærsta bókamessa á Norðurlöndum

Bókamessan í Gautaborg er stærsta bókamessa Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir. Í bókmenntadagskrá messunnar má finna um 3000 dagskrárliði og rúmlega 800 sýnendur og 2000 höfundar og fyrirlesarar taka þar þátt.

Meðal gesta í ár eru Jojo Moyes, Nawal El Saadawi, Masha Gessen, Daniel Galera,  Émilie Frèche, Donna Leon, Matt Haig, Sergei Lebedev, Maggie O'Farrell og Mikhail Zygar.

Heildardagskrá bókamessunnar í Gautaborg 2018.


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki - 6. maí, 2024 Fréttir

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir